Þorleifur Guðmundsson

Þorleifur Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1919–1923 (utan flokka, Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka 25. mars 1882, dáinn 5. júní 1941. Foreldrar: Guðmundur Ísleifsson (fæddur 17. janúar 1850, dáinn 3. nóvember 1937) formaður og kaupmaður þar og kona hans Sigríður Þorleifsdóttir (fædd 15. mars 1857, dáin 3. apríl 1937) húsmóðir. Maki (22. september 1907): Hannesína Sigurðardóttir (fædd 9. júní 1890, dáin 20. september 1962) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Viktoría Þorkelsdóttir. Börn: Jónína Sigrún (1908), Viktoría (1910), Sigurður (1911), Sigríður (1914), Guðmundur (1918), Kolbeinn (1936).

Pöntunar- og kaupstjóri á Eyrarbakka 1905–1908, við verslunarstörf og kaupmennsku þar og í Reykjavík 1909–1914. Bóndi og útvegsmaður í Þorlákshöfn 1914–1928, í Garði á Eyrarbakka 1928–1930. Síðan um skeið fisksölustjóri í Reykjavík.

Regluboði Stórstúku Íslands 1940–1941.

Alþingismaður Árnesinga 1919–1923 (utan flokka, Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).

Æviágripi síðast breytt 26. ágúst 2021.

Áskriftir