Þorvarður Kjerúlf

Þorvarður Kjerúlf

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1881–1892. Sat ekki þing 1883.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Melum í Fljótsdal 1. apríl 1848, dáinn 26. júlí 1893. Foreldrar: Andrés Hermann Kjerúlf (fæddur 1. janúar 1821, dáinn 30. júní 1892) bóndi á Melum og bókbindari og kona hans Anna Margrét Jónsdóttir (fædd 19. ágúst 1823, dáin 10. janúar 1884) húsmóðir. Maki 1 (5. september 1876): Karólína Kristjana Einarsdóttir (fædd 22. júlí 1856, dáin 11. desember 1883) húsmóðir. Foreldrar: Einar Einarsson og kona hans María Einarsdóttir. Maki 2 (27. ágúst 1886): Guðríður Ólafsdóttir Hjaltested (fædd 12. ágúst 1864, dáin 17. október 1942) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Pétursson Hjaltested og kona hans Þorgerður Magnúsdóttir. Börn Þorvarðar og Karólínu: Eiríkur (1877), Solveig (1879), Einar (1882). Börn Þorvarðar og Guðríðar: Karl (1887), Karólína (1889), Sigríður (1891), Ólafur (1893).

    Stúdentspróf Lsk. 1871. Læknisfræðipróf hjá Jóni Hjaltalín landlækni 1874. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1874–1875.

    Settur 1875 héraðslæknir í vesturhéraði norðuramtsins. Héraðslæknir í Norður-Múlasýslu frá 1875 til æviloka. Sat á Ormarsstöðum í Fellum.

    Átti sæti í amtsráði austuramtsins og sýslunefnd Norður-Múlasýslu. Í stjórn búnaðarskólans á Eiðum. Aðalforgöngumaður Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs og í stjórn þess frá 1885 til æviloka.

    Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1881–1892. Sat ekki þing 1883.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir