Þráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, utan flokka, Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. nóvember 1944. Foreldrar: Bertel Sigurgeirsson (fæddur 12. júní 1894, dáinn 2. mars 1972) trésmíðameistari og Fjóla Oddsdóttir (fædd 2. janúar 1915, dáin 26. desember 1994). Maki: Sólveig Eggertsdóttir (fædd 28. maí 1945) myndlistarmaður. Foreldrar: Eggert Davíðsson og Ásrún Þórhallsdóttir. Synir: Álfur Þór (1972), Hrafn (1987).

Stúdentspróf MR 1965. Stundaði nám í heimspeki og sálfræði við University College í Dublin 1968–1970 og í heimspeki og sálfræði við Université d´Aix-Marseille 1970–1972. Próf í leikstjórn og kvikmyndaframleiðslu frá Dramatiska Institutet í Svíþjóð 1977.

Kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Blaðamaður og pistlahöfundur um árabil, en stundaði aðallega kvikmyndagerð 1977–1995. Ritstjóri Þjóðviljans 1987–1988 og tímaritsins Hestsins okkar 1990. Rithöfundur að aðalstarfi 1995–2009.

Formaður Rithöfundasambands Íslands 1992–1994. Í Þingvallanefnd 2010–2011. Í stjórn Grænlandssjóðs 2011–2013.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, utan flokka, Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Allsherjarnefnd 2009–2011, menntamálanefnd 2010–2011, iðnaðarnefnd 2011, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2012, velferðarnefnd 2013.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2009–2011.

Æviágripi síðast breytt 30. nóvember 2017.

Áskriftir