Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • Embætti: Formaður þingflokks
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Píratar
  • 845-1311

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2017, Reykjavíkurkjördæmis suður 2017–2021 og Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2017–2019 og síðan 2023.

Æviágrip

Fædd á Akranesi 6. maí 1987. Foreldrar: Ævar Örn Jósepsson (fæddur 25. ágúst 1963) fréttamaður og rithöfundur og Sigrún Guðmundsdóttir (fædd 30. september 1964) umhverfis- og auðlindafræðingur.

Stúdentspróf FB 2007. LL.B-próf (alþjóða- og Evrópulög) frá Háskólanum í Groningen, Hollandi, 2012. LL.M-próf (mannréttindi og alþjóðlegur refsiréttur) frá Háskólanum í Utrecht, Hollandi, 2013.

Starfsnemi hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu 2014. Rannsóknarblaðamaður fyrir Kvennablaðið 2014–2016. Fræðiskrif fyrir Snarrótina, samtök um borgaraleg réttindi, 2015–2016. Fræðiskrif fyrir landssamtökin Geðhjálp frá 2016.

Formaður Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK 2014–2016. Alþjóðafulltrúi og átti sæti í framkvæmdaráði Pírata 2015–2016. Í úrskurðarnefnd Pírata 2016. Gjaldkeri Jæja lýðræðissamtaka 2016. Formaður Pírata 2016–2017.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2017, Reykjavíkurkjördæmis suður 2017–2021 og Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2017–2019 og síðan 2023.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017, 2017–2018, 2019 og 2020–2021, atvinnuveganefnd 2018–2019 og 2020, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2019–2020 (formaður 2019–2020), efnahags- og viðskiptanefnd 2021–.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2017 (formaður 2017), 2017–2021 og 2021– .

Æviágripi síðast breytt 11. janúar 2023.

Áskriftir