Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1892–1901 (Framfaraflokkurinn).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Kvíarholti í Holtum 27. október 1844, dáinn 5. apríl 1922. Foreldrar: Guðmundur Einarsson (fæddur 23. febrúar 1809, dáinn 31. júlí 1884) bóndi þar og Sigríður Þórðardóttir (fædd 2. ágúst 1812, dáin 14. mars 1848) húsmóðir. Maki 1 (22. október 1869): Valdís Gunnarsdóttir (fædd 3. september 1844, dáin 26. febrúar 1879) húsmóðir. Foreldrar: Gunnar Bjarnason og kona hans Þóra Ingimundardóttir. Maki 2 (8. júní 1880): Kristín Gunnarsdóttir (fædd 20. mars 1848, dáin 23. nóvember 1940) húsmóðir, systir fyrri konu hans. Dætur Þórðar og Valdísar: Margrét (1867), Þórunn (1873), Jónína Solveig (1877). Börn Þórðar og Kristínar: Valný (1881), Þórunn (1882), Gunnar (1883), Þórdís (1885), Sigríður (1888).

    Fór fjögurra ára gamall í fóstur til móðurbróður síns, Erlends Þórðarsonar bónda í Kálfholtshjáleigu. Vinnumaður 1859–1868. Bóndi á Hala í Holtum 1869–1913 og dvaldist þar síðan til æviloka. Formaður í 30 ár fyrir Háfssandi og Loftsstaðasandi.

    Hreppstjóri 1876–1911. Oddviti Ásahrepps í nokkur ár.

    Alþingismaður Rangæinga 1892–1901 (Framfaraflokkurinn).

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir