135. löggjafarþing — 2. fundur,  2. október 2007.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2007–2008

Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 135. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsályktunar, sem ætlunin er að flytja, og skýrslur ráðherra. Þá kemur fram hvort ætlunin sé að flytja þingmál að hausti eða vori.


Forsætisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna innan Stjórnarráðs Íslands. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum. (Vor)

Dómsmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um almannavarnir. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breyting á lögreglulögum. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um samræmda neyðarsímsvörun. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breyting á útlendingalögum. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um meðferð sakamála. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um nálgunarbann. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breyting á lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breyting á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breyting á lögum um kirkjugarða. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breyting á lögum um dómstóla. (Haust)

Félags- og jafnréttismálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsaleigubætur. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur í frístundabyggðum. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um aðild starfsmanna við samruna hlutafélaga yfir landamæri. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. (Vor)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. (Vor)
 14. Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára (2008–2012). (Vor)
 15. Skýrsla félagsmálaráðherra um 96. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2007. (Vor)

Fjármála- og efnahagsráðherra:
 1. Frumvarp til fjárlaga 2008. (Haust)
 2. Frumvarp til fjáraukalaga 2007. (Haust)
 3. Frumvarp til lokafjárlaga 2006. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um olíugjald og kílómetragjald. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og lögum um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasýslu ríkisins. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um olíugjald og kílómetragjald. (Vor)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum og eldsneyti. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur. (Vor)

Heilbrigðisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, almannatryggingar og fleiri lögum. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um uppbót á lífeyri lífeyrissjóða. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um læknaráð. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um geislavarnir. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lýðheilsustöð. (Vor)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn. (Vor)
 14. Frumvarp til lyfjalaga. (Vor)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu. (Vor)

Iðnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um starfsumhverfi orkufyrirtækja. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingar á vatnalögum. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum o.fl. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um upprunaábyrgð á rafmagni. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um hitaveitur. (Vor)
 6. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Orkustofnun. (Vor)
 7. Raforkuskýrsla. (Haust)

Landbúnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um búfjárhald. (Vor)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. (Vor)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra. (Vor)

Mennta- og menningarmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um leikskóla. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um grunnskóla. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um framhaldsskóla. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um opinbera háskóla. (Vor)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um afnám laga um einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um Þjóðskjalasafn Íslands. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um Þjóðarbókhlöðu. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um listamannalaun. (Haust)
 11. Frumvarp til myndlistarlaga. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um menningarminjar (Þjóðminjalög). (Vor)
 13. Frumvarp til safnalaga. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um skil menningarverðmæta til annarra landa. (Vor)
 15. Frumvarp til laga um bókasöfn. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um launasjóð stórmeistara í skák. (Haust)
 17. Frumvarp til laga um hljóð- og myndmiðlun. (Vor)
 18. Frumvarp til laga um tónlistarskóla. (Vor)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Tilraunastöð HÍ í meinafræði og lögum um Rannsóknadeild fisksjúkdóma. (Vor)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipan ferðamála. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samgönguáætlun. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á siglingalögum. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenska alþjóðlega skipaskrá. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á fjarskiptalögum. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun. (Haust)
 8. Samgönguáætlun 2007–2010. (Haust)
 9. Samgönguáætlun 2007–2018. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um sameiningu rannsóknarnefnda. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um endurskoðun laga um flutningasamninga og ábyrgð við vöruflutninga. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingar á fjarskiptalögum. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir farþegaskipa. (Vor)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu skipa. (Vor)

Sjávarútvegsráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar utan lögsögu Íslands. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. (Haust)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
 1. Frumvarp til skipulagslaga. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um mannvirki. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eiturefni og hættuleg efni. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um fráveitur. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda vegna olíuleitarmála. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli. (Vor)

Utanríkisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um utanríkisþjónustu Íslands. (Vor)
 2. Frumvarp til laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um rekstur flugvallarsvæðis Keflavíkurflugvallar. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um framkvæmd varnarmála. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um þróunarsamvinnu. (Haust)
 6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Palermo-samnings gegn fjölþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi, ásamt bókun við hann um að koma í veg fyrir og refsa fyrir mansal.
 7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um aðgerðir gegn mansali.
 8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um að koma í veg fyrir hryðjuverk.
 9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu bókunar við Evrópusamning frá 1977 um varnir gegn hryðjuverkum.
 10. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu kjörfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
 11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu.
 12. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings gegn spillingu á sviði einkamálaréttar.
 13. Tillaga til þingsályktunar um aðild að Haag-samningi um einkamálaréttarfar.
 14. Tillaga til þingsályktunar um aðild að Haag-samningi um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum.
 15. Tillaga til þingsályktunar um aðild að Haag-samningi um öflun sönnunargagna erlendis í einkamálum og verslunarmálum.
 16. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir.
 17. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Cartagena-bókunar við samning um líffræðilega fjölbreytni, um líföryggi.
 18. Tillaga til þingsályktunar um aðild að bókun við samning um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum.
 19. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2007 og samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2007.
 20. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Grænlands um gagnkvæmar heimildir til kolmunnaveiða innan íslenskrar og grænlenskrar lögsögu á árinu 2007.
 21. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2007, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
 22. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2007, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
 23. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu fyrirhugaðrar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn (tilskipun 2003/87 um viðskiptakerfi með gróðurhúsalofttegundir og tengdar gerðir).

Viðskiptaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um staðfestingu á bráðabirgðalögum um notkun raflagna og raffanga í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslunaratvinnu. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um sértryggð skuldabréf. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um einkahlutafélög. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingar á samkeppnislögum. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vátryggingarsamninga. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi. (Haust)
 14. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um niðurlagningu flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara. (Haust)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. (Haust)
 17. Frumvarp til laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. (Vor)
 18. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um sameignarfélög. (Vor)
 19. Frumvarp til laga um rafmagnsöryggi, markaðseftirlit og rafvirkjunarstörf. (Vor)
 20. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti. (Vor)
 21. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. (Vor)
 22. Frumvarp til laga um innheimtu. (Vor)