136. löggjafarþing — 2. fundur,  2. október 2008.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2008–2009

Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 136. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa.

Einnig er gert ráð fyrir að lagðar verði fram á annan tug þingsályktunartillagna um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar sem fela í sér breytingar á viðaukum og bókunum við EES-samninginn.

Enn fremur er gert ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur til þingsályktunar um staðfestingu væntanlegra fiskveiðisamninga vegna ársins 2009, m.a. samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.


Forsætisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir við vistun eða dvöl á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breyting á stjórnsýslulögum. (Vor)
 3. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur. (Vor)
 4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka o.fl. (Vor)

Dómsmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. (Haust)
 5. Frumvarp til vopnalaga. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breyting á lögum um happdrætti. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breyting á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu. (Haust)
 8. Frumvarp til laga vegna aðildar Íslands að viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyndingum eða ómannlegri meðferð. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breyting á lögum um útlendinga. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum. (Haust)
 11. Frumvarp til lögreglulaga. (Haust)

Félags- og tryggingamálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um aðild starfsmanna við samruna hlutafélaga yfir landamæri. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um greiðslur til líffæragjafa. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um þjónustumiðstöð blindra og sjónskertra. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundna ráðningu starfsmanna. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfsmenn í hlutastörfum. (Haust)
 7. Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára (2008–2012). (Haust)
 8. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn mansali. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um almannatryggingar. (Vor)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd barna og ungmenna. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um aðlögun innflytjenda. (Vor)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nefndir, stjórnir og ráð á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um jafna meðferð manna á vinnumarkaði. (Vor)
 17. Skýrsla félags- og tryggingamálaráðherra um 97. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008. (Vor)

Fjármála- og efnahagsráðherra:
 1. Frumvarp til fjárlaga 2009.
 2. Frumvarp til fjáraukalaga 2008.
 3. Frumvarp til lokafjárlaga 2007.
 4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um tekjuskatt.
 5. Frumvarp til laga um húsnæðissparnaðarreikninga.
 6. Frumvarp til laga um skattlagningu olíuleitar og olíuvinnslu.
 7. Frumvarp til laga um breyting á tollalögum.
 8. Frumvarp til laga um breyting á lögum um virðisaukaskatt.
 9. Frumvarp til laga um breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
 10. Frumvarp til laga um breyting á lögum um ársreikninga.
 11. Frumvarp til laga um breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald.
 12. Frumvarp til laga um breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
 13. Frumvarp til laga um breyting á lögum um bifreiðagjald.
 14. Frumvarp til laga um breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki.
 15. Frumvarp til laga um breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
 16. Frumvarp til laga um breyting á lögum um tryggingagjald.

Heilbrigðisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lýðheilsustöð, landlækni, Geislavarnir ríkisins, lyfjalögum og fleiri lögum. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um sjúkraskrár. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um heilbrigðisstéttir. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um slysatryggingar. (Vor)
 8. Frumvarp til laga um lyfjatjónstryggingu. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu. (Vor)
 10. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. (Vor)
 11. Skýrsla heilbrigðisráðherra um Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO). (Vor)

Iðnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ferðamál. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um niðurfellingu tryggingardeildar útflutnings. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um ÍSOR. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um Kísilgúrverksmiðju við Mývatn. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um vistvænar hönnunarkröfur. (Haust)
 8. Byggðaáætlun 2010–2013. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. (Vor)
 10. Endurskoðun sérlaga um orkufyrirtæki. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um hitaveitur. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar. (Vor)

Mennta- og menningarmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um menningarminjar. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um skil á menningarverðmætum til annarra landa. (Haust)
 3. Frumvarp til safnalaga. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um brottfall laga um Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og laga um búnaðarfræðslu. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um framhaldsfræðslu. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um Landsbókasafn – Háskólabókasafn. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um bókasöfn. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum. (Haust)
 9. Frumvarp til myndlistarlaga. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um tónlistarfræðslu. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um listamannalaun. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um laun stórmeistara. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. (Vor)
 14. Tillaga til þingsályktunar um íslenska málstefnu. (Haust)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um lögskráningu sjómanna. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um niðurlagningu úrskurðarnefnda á sviði siglingamála. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um niðurfellingu á lögum um Bjargráðasjóð. (Haust)
 6. Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um siglingar. (Vor)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vaktstöð siglinga. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um sameiningu rannsóknarnefnda. (Vor)
 10. Frumvarp til umferðarlaga. (Vor)
 11. Frumvarp til landflutningalaga. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um leiguakstur. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um lénamál. (Vor)
 14. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2009–2012.
 15. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007–2018.
 16. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin 2009–2012.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 auk afleiddra gerða. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. (Vor)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar utan lögsögu Íslands. (Vor)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum. (Vor)
 8. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um landshlutaverkefni í skógrækt fyrir árin 2009–2018 í samræmi við 2. mgr. 4. gr. laga nr. 95/2006 um landshlutaverkefni í skógrækt. (Haust)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
 1. Frumvarp til skipulagslaga. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um mannvirki. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um fráveitur. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á dýraverndarlögum. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð úrgangs. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um efni og efnavöru. (Vor)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um innleiðingu á INSPIRE tilskipun 2007/2/EB. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eiturefni og hættuleg efni. (Vor)

Viðskiptaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um vátryggingarstarfsemi. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um neytendakaup. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um brunatryggingar. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um ökutækjatryggingar. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um hamfaratryggingar. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. (Vor)
 15. Frumvarp til laga um greiðslumiðlanir og/eða frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. (Vor)
 17. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vörumerki. (Vor)
 18. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. (Vor)
 19. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um samvinnufélög.

Utanríkisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um eftirlit með hlutum, tækni og þjónustu sem hafa hernaðarlega þýðingu. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um utanríkisþjónustu Íslands. (Vor)
 3. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu tveggja viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Albaníu og Króatíu.
 4. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um aðgerðir gegn mansali.
 5. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu bókunar við Palermo-samning gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi, um að koma í veg fyrir og refsa fyrir mansal, einkum á konum og börnum.
 6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um að koma í veg fyrir hryðjuverk.
 7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu kjörfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
 8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu.
 9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings gegn spillingu á sviði einkamálaréttar.
 10. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Lugano-samnings um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum.
 11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir.
 12. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Cartagena-bókunar við samning um líffræðilega fjölbreytni.
 13. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu breytingar á Basel-samningi um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra.
 14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs um kolvetnisauðlindir beggja vegna markalína.
 15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samkomulags um breytingar á samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC-samningnum).
 16. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Grænlands um gagnkvæmar heimildir til kolmunnaveiða innan íslenskrar og grænlenskrar lögsögu á árinu 2008.
 17. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um réttindi fatlaðra.