139. löggjafarþing — 3. fundur,  4. október 2010.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, október 2010:

Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 139. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsályktunar sem ætlunin er að flytja.


Forsætisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilflutnings verkefna innan Stjórnarráðs Íslands (bandormur). (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum, nr. 50/1996, með síðari breytingum. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944. (Haust.)
 4. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun fyrir Ísland fram til 2020. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. (Vor.)
 6. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur, nr. 27/1999. (Vor.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. (Vor.)

Dómsmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Lúganósamninginn. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breyting á lögum um nálgunarbann, nr. 122/2008. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breyting á lögum um dómstóla. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breyting á áfengislögum, nr. 75/1998. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984. (Vor.)
 11. Frumvarp til laga um breyting á lögum um mannanöfn, nr. 45/1996. (Vor.)
 12. Frumvarp til laga um breyting á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um breyting á barnalögum, nr. 76/2003. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. (Vor.)
 16. Frumvarp til laga um breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952. (Vor.)
 17. Frumvarp til laga um breyting á lögum um samningsveð, nr. 75/1997. (Vor.)
 18. Frumvarp til laga um breyting á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999. (Vor.)

Efnahags- og viðskiptaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum, og lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um starfsemi smálánafyrirtækja. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um greiðslu kostnaðar vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna þjónustuviðskipta á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum, og ýmsum öðrum lögum varðandi endurskoðendur og skoðunarmenn. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingar á innheimtulögum, nr. 95/2008. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995. (Haust.)
 15. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, og lögum um vörumerki, nr. 45/1997. (Haust.)
 16. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007. (Haust.)
 17. Frumvarp til laga um hækkanir á áfrýjunar- og kærugjöldum. (Haust.)
 18. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008. (Vor.)
 19. Frumvarp til laga um greiðsluþjónustu. (Vor.)
 20. Frumvarp til laga um neytendalán. (Vor.)
 21. Frumvarp til laga um lögmæltar ökutækjatryggingar og skaðabótaábyrgð vegna vélknúinna ökutækja. (Vor.)
 22. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. (Vor.)
 23. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. (Vor.)
 24. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. (Vor.)
 25. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007. (Vor.)
 26. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa, nr. 131/1997. (Vor.)
 27. Frumvarp til laga um brunatryggingar og frumvarp til laga um hamfaratryggingar. (Vor.)
 28. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, og lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994. (Vor.)
 29. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991. (Vor.)
 30. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vörumerki, nr. 45/1997. (Vor.)
 31. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991. (Vor.)
 32. Frumvarp til laga um faggildingu. (Vor.)
 33. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991. (Vor.)

Félags- og tryggingamálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum. (Haust.)
 9. Tillaga að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga. (Vor.)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum. (Vor.)
 12. Frumvarp til laga um lögfestingu á Norðurlandasamningi um almannatryggingar. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um aðlögun innflytjenda. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um jafna meðferð fólks á vinnumarkaði án tillits til kynþáttar eða þjóðernis, trúar eða trúarskoðana, fötlunar/örorku, aldurs eða kynhneigðar. (Vor.)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, með síðari breytingum. (Vor.)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1999, um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. (Vor.)
 18. Skýrsla félags- og tryggingamálaráðherra/velferðarráðherra um 99. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2010. (Vor.)

Fjármála- og efnahagsráðherra:
 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011.
 2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2010.
 3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2009.
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/2009, um umhverfis- og auðlindaskatta. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 170/2008, um skattlagningu kolvetnisvinnslu. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/1995, um gjald á áfengi og tóbaki. (Haust.)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (Haust.)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. (Haust.)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. (Haust.)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald. (Haust.)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. (Haust.)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda o.fl. (Haust.)
 21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. (Haust.)
 22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak. (Haust.)
 23. Frumvarp til laga um skatt af fjármálaþjónustu. (Haust.)
 24. Frumvarp til laga um gistináttagjald. (Haust.)
 25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 84/2007. (Haust.)
 26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 84/2007. (Vor.)
 27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum. (Haust.)
 28. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, með síðari breytingum. (Haust.)
 29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. (Haust.)
 30. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006, um kjararáð. (Haust.)
 31. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. (Haust.)

Heilbrigðisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um nýja stjórnsýslustofnun lýðheilsu og velferðar. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. (Vor.)
 7. Frumvarp til laga um nýja lyfjastofnun. (Vor.)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994. (Vor.)
 9. Frumvarp til laga um slysatryggingar. (Vor.)

Iðnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingar á vatnalögum. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ferðaþjónustunnar. (Haust.)
 6. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í ferðamálum. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum er varða gjaldtöku, nýtingartíma og útboð vatnsréttinda í eigu ríkisins. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um eignarhald orkufyrirtækja. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni og hönnunargreinum, og iðnaðarlögum, nr. 42/1978. (Haust.)
 12. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2010–2013. (Haust.)
 13. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um orkuskipti í samgöngum. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/2005, um skipan ferðamála. (Vor.)
 16. Þingsályktun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. (Vor.)

Mennta- og menningarmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um fjölmiðla. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um menningarminjar. (Haust.)
 3. Frumvarp til safnalaga. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um skil á menningarverðmætum til annarra landa. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Þjóðminjasafn Íslands. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um tónlistarfræðslu. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. (Haust.)
 9. Lög um búnaðarfræðslu, nr. 57/1999, felld niður. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um Landsbókasafn – Háskólabókasafn. (Vor.)
 11. Frumvarp til laga um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins. (Vor.)
 12. Frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um framhaldsskóla. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (m.a. vegna vals á unglingastigi). (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008 (m.a. vegna leikskólakennara, framhaldsskólakennara og leyfisbréfa). (Vor.)
 16. Tillaga til þingsályktunar um menningarstefnu. (Vor.)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um lénamál. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um fjarskiptamál. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um rannsókn samgönguslysa. (Haust.)
 4. Frumvarp til umferðarlaga. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Farsýslu, stjórnsýslustofnun samgöngumála. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum. (Haust.)
 8. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga. (Haust.)
 10. Tillaga til þingsályktunar um 12 ára samskiptaáætlun. (Vor.)
 11. Tillaga til þingsályktunar um 12 ára samgönguáætlun. (Vor.)
 12. Frumvarp til hafnalaga. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um leiguakstur, frumvarp til laga um fólks- og farmflutninga, frumvarp til laga um almenningssamgöngur, frumvarp til laga um flutninga. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um skip. (Vor.)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um hvali. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um skeldýrarækt, heildarlög. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. (Haust.)
 6. Frumvörp til laga um breytingu á ábúðarlögum, nr. 80/2004, og jarðalögum, nr. 81/2004. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga til breytinga á lögum nr. 95/2006, um landshlutaverkefni í skógrækt. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga til breytinga á lögum nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga til breytinga á lögum nr. 55/2002, um útflutning hrossa. (Haust.)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um mannvirki. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir, nr. 75/2000. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga vegna innleiðingar á INSPIRE-tilskipun EB. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um stjórn vatnamála. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og lögum nr. 45/2008, um efni og efnablöndur. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um umhverfisábyrgð. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga vegna innleiðingar ETS-tilskipunar. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um fullgildingu Árósasamningsins. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um efni og efnavöru. (Vor.)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. (Vor.)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999. (Vor.)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1996. (Vor.)

Utanríkisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um fullgildingu samnings um breytingar á Norðurlandasamningi um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu. (Vor.)
 3. Tillaga til þingsályktunar um norðurslóðir.
 4. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun í öryggis- og varnarmálum.
 5. Tillaga til þingsályktunar um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014.
 6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um klasasprengjur.
 7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Árósasamnings um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.
 8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs um kolvetnisauðlindir beggja vegna markalína.
 9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðauka við Evrópusamning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum.
 10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samkomulags um breytingar á samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC-samningnum).
 11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir.
 12. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Cartagena-bókunar við samning um líffræðilega fjölbreytni.
 13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðauka við Evrópusamning um refsilöggjöf gegn spillingu.
 14. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.
 15. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum.
 16. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um aðgerðir hafnríkja gegn ólöglegum fiskveiðum.
 17. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Singapúr-samnings um vörumerki.
 18. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Albaníu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Albaníu.
 19. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Serbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Serbíu.
 20. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Perú og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Perú.
 21. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Úkraínu.
 22. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Flóaráðsins og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Flóaráðsins.
 23. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Kólumbíu.
 24. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings milli Evrópusambandsins og Íslands og Noregs um beitingu tiltekinna ákvæða ákvörðunar ráðsins 2008/615/DIM um eflingu samstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi yfir landamæri, og ákvörðunar ráðsins 2008/161/DIM um framkvæmd ákvörðunar 2008/615/DIM um eflingu samstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi yfir landamæri og viðauka hennar (Prüm-ákvörðunarinnar).
 25. Einnig er gert ráð fyrir að lagðar verði fram á annan tug þingsályktunartillagna um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar sem fela í sér breytingar á viðaukum og bókunum við EES-samninginn.
 26. Enn fremur er gert ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur til þingsályktunar um staðfestingu væntanlegra fiskveiðisamninga vegna ársins 2010, m.a. samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.