141. löggjafarþing — 2. fundur,  12. september 2012.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, september 2012:

Yfirlit fyrir 141. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvort ætlunin er að leggja mál fram að hausti eða vori. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp fyrirhugaðar tillögur til þingsályktana og helstu skýrslur sem ætlunin er að leggja fram.


Forsætisráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna breytinga á Stjórnarráði Íslands. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um auðlindaarð í orkugeiranum. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um afnám laga um opinberar eftirlitsreglur, nr. 27/1999. (Haust.)
 5. Tillaga til þingsályktunar um vandaða lagasetningu. (Haust.)

 6. Endurflutt þingmál:

 7. Frumvarp til upplýsingalaga. (Haust.)

 8. Skýrslur:

 9. Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna. Árleg skýrsla. (Vor.)
 10. Skýrsla forsætisráðherra um starf samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. Árleg skýrsla. (Vor.)
 11. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2011. Árleg skýrsla. (Haust.)
 12. Skýrsla forsætisráðherra um vandaða lagasetningu, áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur o.fl. (Haust.)
 13. Skýrsla nefndar forsætisráðherra um stefnumótun í auðlindamálum ríkisins. (Haust.)

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Breytingar á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. (Haust.)
 2. Breytingar á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun. (Haust.)
 3. Breyting á lögum nr. 48/2003, um neytendakaup. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um almannaheillasamtök. (Vor.)
 5. Breytingar á lögum nr. 65/1993, um framkvæmd útboða (útboð með rafrænni aðferð). (Vor.)
 6. Breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. (Vor.)
 7. Frumvarp til laga um veðlán í íbúðarhúsnæði. (Vor.)
 8. Frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingar. (Vor.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. (Vor.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um heimild til samninga vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar á Bakka. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42/1978. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um samþættingu þeirra stofnana sem sinna atvinnuþróun, nýsköpun og byggðamálum. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um hitaveitur. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun. (Vor.)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. (Vor.)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993. (Haust.)
 18. Frumvarp til laga um breyting á jarðalögum, nr. 81/2004, og ábúðarlögum, nr. 80/2004. (Haust.)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á búnaðarlögum, nr. 70/1998. (Haust.)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006. (Haust.)
 21. Áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands. (Haust.)

 22. Innleiðingarmál (ný þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 23. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og breytingu á lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun. (Vor.)
 24. Breytingar á lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga, og lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. (Haust.)
 25. Frumvarp um lánshæfismatsfyrirtæki. (Haust.)
 26. Breytingar á lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. (Haust.)
 27. Breytingar á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. (Haust.)
 28. Innleiðing á tilskipun 2011/7, um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum. (Vor.)
 29. Breytingar á lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi. (Haust.)
 30. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl. (Vor.)

 31. Endurflutt þingmál:

 32. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga. (Haust.)
 33. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bókhald, nr. 145/1994. (Haust.)
 34. Frumvarp til laga um ökutækjatryggingar. (Haust.)
 35. Frumvarp til laga um breytingar á innheimtulögum, nr. 95/2008. (Haust.)
 36. Frumvarp til laga um breyting á lögum um endurskoðendur. (Haust.)
 37. Frumvarp til laga um sölu fasteigna og skipa. (Haust.)
 38. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/1999, um Byggðastofnun. (Haust.)
 39. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/2005, um skipan ferðamála. (Haust.)
 40. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. (Haust.)
 41. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, og tollalögum, nr. 88/2005. (Haust.)
 42. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994. (Haust.)
 43. Frumvarp til laga um dýravelferð. (Haust.)
 44. Frumvarp til laga um búfjárhald. (Haust.)
 45. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, nr. 24/1986. (Haust.)

 46. Innleiðingarmál (endurflutt þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 47. Frumvarp til laga um neytendalán. (Haust.)
 48. Frumvarp til laga um útgáfu og meðferð rafeyris. (Haust.)
 49. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (opinber hlutafélög o.fl.). (Haust.)
 50. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum. (Haust.)
 51. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. (Haust.)
 52. Frumvarp til laga um breyting á lögum um rafrænar undirskriftir. (Vor.)
 53. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku. (Haust.)

 54. Skýrslur:

 55. Skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar. (Haust.)

Fjármála- og efnahagsráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013. (Haust.)
 2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2012. (Haust.)
 3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2011. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (bandormur). (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vörugjöld, nr. 97/1987. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og fleiri tengdum lögum. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um opinber fjármál. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, nr. 70/1996. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 (rýmkun heimilda, hækkun sekta, aukið eftirlit o.fl.). (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda og fasteignir ríkisins. (Haust.)

 14. Endurflutt þingmál:

 15. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (breytingar er varða framkvæmd o.fl.). (Haust.)
 16. Frumvarp til laga um sölu ríkisins á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. (Haust.)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kjararáð, nr. 47/2006. (Haust.)

 18. Innleiðingarmál (endurflutt þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 84/2007. (Haust.)

Innanríkisráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum (mútubrot). (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (öryggisráðstafanir). (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um útlendinga. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984 (evrópsk handtökuskipun). (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. (Haust.)
 8. Frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998. (Haust.)
 9. Frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000. (Haust.)
 10. Frumvarp til breytinga á lögum um happdrætti, nr. 38/2005, o.fl. (Haust.)
 11. Frumvarp til breytinga á lögum um hafnir, nr. 61/2005. (Haust.)
 12. Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995. (Haust.)
 13. Breyting á lögum um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 71/1997 (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um rafrænt lýðræði. (Haust.)
 16. Breytingar á lögum um sanngirnisbætur, nr. 47/2010. (Haust.)
 17. Tillaga til þingsályktunar um innanríkisstefnu. (Vor.)
 18. Tillaga til þingsályktunar um landsáætlun í mannréttindamálum. (Haust.)
 19. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingasamfélagið. (Haust.)

 20. Innleiðingarmál (ný þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 21. Frumvarp til laga um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis. (Haust.)
 22. Frumvarp til breytinga á lögum um skaðsemisábyrgð, nr. 25/1991. (Haust.)
 23. Frumvarp til breytinga á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, nr. 46/2005. (Vor.)

 24. Endurflutt þingmál:

 25. Frumvarp til vopnalaga. (Haust.)
 26. Frumvarp um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála. (Haust.)
 27. Frumvarp til breytinga á áfengislögum, nr. 75/1998. (Haust.)
 28. Frumvarp um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála. (Haust.)
 29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráð trúfélög. (Haust.)
 30. Frumvarp til breytinga á lögreglulögum, nr. 90/1996. (Haust.)
 31. Frumvarp til breytinga á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989. (Haust.)
 32. Frumvarp til umferðarlaga (heildarendurskoðun). (Haust.)
 33. Frumvarp til laga um rannsókn samgönguslysa. (Haust.)
 34. Frumvarp til breytinga á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993. (Haust.)
 35. Frumvarp til laga um lénamál. (Haust.)
 36. Frumvarp til breytinga á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 34/1985. (Haust.)
 37. Tillögur til þingsályktana um tólf ára og fjögurra ára fjarskiptaáætlanir. (Haust.)

Mennta- og menningarmálaráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Frumvarp til bókasafnalaga. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008, með áorðnum breytingum (niðurlagning laga um búnaðarfræðslu, nr. 57/2009, og samstarf opinberra háskóla). (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um tónlistarskóla. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á framhaldsskólalögum (nemaleyfisnefndir). (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972. (Haust.)
 9. Tillaga til þingsályktunar um menningarstefnu. (Haust.)

 10. Endurflutt þingmál:

 11. Frumvarp til laga um breytingu á íþróttalögum (lyfjaeftirlit). (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið – fjölmiðil í almannaþágu. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um breytingar á bókmenntasjóði. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um sviðslistalög. (Haust.)
 15. Frumvarp til laga um breyting á fjölmiðlalögum, nr. 38/2008 (eignarhaldsreglur). (Haust.)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Frumvarp til náttúruverndarlaga. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1996. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn vatnamála, nr. 36/2011. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. (Vor.)
 7. Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu. (Vor.)
 8. Tillaga til þingsályktunar um framlög til landshlutaverkefna í skógrækt. (Haust.)

 9. Innleiðingarmál (ný þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. (Vor.)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010. (Vor.)

 14. Endurflutt þingmál:

 15. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. (Haust.)

 16. Innleiðingarmál (endurflutt þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. (Haust.)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. (Haust.)
 19. Frumvarp til efnalaga. (Haust.)

Utanríkisráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Íslandsstofu, nr. 38/2010. (Haust.)
 2. Tillaga til þingsályktunar um staðfesting samnings um aðild Króatíu að Evrópska efnahagssvæðinu. (Vor.)
 3. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016. (Vor.)

 4. Endurflutt þingmál:

 5. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og lýðveldisins Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og lýðveldisins Kólumbíu. (Haust.)

Velferðarráðherra:


  Ný þingmál:

 1. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002. (Haust.)
 2. Frumvarp um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og lyfjalögum, nr. 93/1994. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008 (samningar við opinberar heilbrigðisstofnanir og rekstraraðila hjúkrunarheimila). (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna áforma í fjárlagafrumvarpi 2013. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, og lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um staðgöngumæðrun. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og ákvæðum fleiri laga um úrskurðar- og kærunefndir á sviði velferðarþjónustu. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um geislavarnir, nr. 44/2002. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og fleiri lögum. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög) og breytingar á lögum um lífsýnasöfn, nr. 110/2000. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og fleiri lögum. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum. (Haust.)
 16. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020. (Haust.)

 17. Innleiðingarmál (ný þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 18. Frumvarp til laga um bann við mismunun á vinnumarkaði. (Haust.)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. (Haust.)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007. (Haust.)
 21. Frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar. (Haust.)
 22. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (framleiðsla og dreifing lyfjablandaðs dýrafóðurs). (Haust.)
 23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. (Haust.)
 24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum, nr. 61/1999. (Haust.)
 25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980. (Haust.)

 26. Endurflutt þingmál:

 27. Frumvarp til laga um málefni innflytjenda. (Haust.)

 28. Innleiðingarmál (endurflutt þingmál er varða innleiðingu EES-gerða):

 29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, nr. 45/2007 (laun í veikindum, EES-reglur). (Haust.)
 30. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lækningatæki, nr. 16/2001 (eftirlit, gjaldtaka, skráning o.fl., EES-reglur). (Haust.)
 31. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003 (staðfesta vinnuveitanda og miðlun upplýsinga, EES-reglur.) (Haust.)
 32. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfsmannaleigur, nr. 139/2005. (Haust.)