143. löggjafarþing — 2. fundur,  2. október 2013.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, október 2013:

Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, skal fylgja eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlit fyrir 143. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvort ætlunin er að leggja mál fram að hausti eða vori. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp fyrirhugaðar tillögur til þingsályktana og helstu skýrslur sem ætlunin er að leggja fram. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna mun ríkisstjórnin jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.


Forsætisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um regluráð (breytt heiti ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur og aukið hlutverk hennar varðandi einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið). (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993 (þagnarskylda). (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012 (birting upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda). (Haust)
 4. Frumvarp til laga um sérstök verndarsvæði í byggð. (Vor)
 5. Frumvarp til laga um hamfarasjóð. (Vor)
 6. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2012. Árleg skýrsla. (Haust)
 7. Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna. Árleg skýrsla. (Vor)
 8. Skýrsla forsætisráðherra um starf samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. Árleg skýrsla. (Haust)

Félags- og húsnæðismálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar. Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 (vörukaup, þjónusta o.fl.). (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum, nr. 61/1999. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, og lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um orlof, nr. 30/1987. (Vor)
 13. Tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu. (Vor)
 14. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. (Vor)
 15. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára (2014–2018). (Vor)

Fjármála- og efnahagsráðherra:
 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014. (Haust)
 2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013. (Haust)
 3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2012. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um tekjuaðgerðir í ríkisfjármálum (bandormur). (Haust)
 5. Frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 (verðlagsbreytingar o.fl.) (bandormur). (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (samruni hlutafélaga yfir landamæri). (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, o.fl. (bandormur). (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (skattívilnanir vegna hlutabréfakaupa). (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (milliverðlagning). (Haust)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um opinber fjármál. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kjararáð, nr. 47/2006. (Haust)
 17. Frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð. (Haust)
 18. Frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda og fasteignir ríkisins. (Vor)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 84/2007. (Haust)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun. (Haust)
 21. Frumvarp til laga um ríkisaðstoð. (Vor)
 22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarheimildir, starfsendurhæfing o.fl.). (Haust)
 23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. (Vor)
 24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. (Vor)
 25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. (Haust)
 26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, og lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga. (Haust)
 27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi. (Vor)
 28. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga. (Vor)
 29. Frumvarp til laga um lánshæfismatsfyrirtæki. (Haust)
 30. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fjárfesta. (Haust)
 31. Frumvarp til laga um veðlán í íbúðarhúsnæði. (Vor)
 32. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (útibú). (Haust)
 33. Frumvörp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (CRD IV/CRR). (Vor)
 34. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (skilameðferð o.fl.). (Vor)
 35. Frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingar og brunatryggingar. (Vor)
 36. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluþjónustu og lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum. (Haust)
 37. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007. (Haust)
 38. Frumvarp til laga um fagfjárfestasjóði. (Haust)

Heilbrigðisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um geislavarnir, nr. 44/2002. Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Endurflutt. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lækningatæki, nr. 16/2001. Endurflutt nokkuð breytt. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Endurflutt. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn, nr. 110/2000. Endurflutt. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum sjúkratryggingar, nr. 112/2008, vegna innleiðingar tilskipunar 2011/24 um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. (Vor)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, og breytingu á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak. Endurflutt. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008. (Vor)
 13. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020. (Vor)

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. (Vor)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um gjaldtöku í ferðaþjónustu. (Vor)
 4. Frumvarp til laga um ríkisolíufélag. (Vor)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslunarskrá, firmu og prókúruumboð, lögum um sameignarfélög og lögum um fyrirtækjaskrá. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga. (Vor)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bílaleigur. (Vor)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafrænar undirskriftir. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um sölu fasteigna og skipa. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um almannaheillasamtök. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á innheimtulögum. (Vor)
 17. Frumvarp til laga um innleiðingu á tilskipun um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum. (Haust)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um faggildingu. (Haust)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku. (Haust)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42/1978. (Vor)
 21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl. (Vor)
 22. Frumvarp til laga um hitaveitur. (Vor)
 23. Tillaga til þingsályktunar um nýsköpunar- og atvinnustefnu. (Vor)
 24. Skýrsla ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu. (Haust)
 25. Skýrsla nefndar um raflínur í jörð. (Haust)
 26. Raforkuskýrsla. (Haust)

Innanríkisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995. (Vor)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hafnir, nr. 61/2003. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um Rauða kross Íslands. (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um happdrætti, nr. 38/2005, o.fl. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, o.fl. (flutningur verkefna úr ráðuneytinu). (Haust)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, nr. 46/2005. (Haust)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, (kynáttunarvandi, viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot). (Haust)
 15. Frumvarp til laga um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis. (Haust)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skaðsemisábyrgð, nr. 25/1991. (Haust)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, nr. 141/2001 (EES reglur). (Haust)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum. (Haust)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984 (evrópsk handtökuskipun). (Vor)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um siglingavernd, nr. 50/2004, og lögum um loftferðir, nr. 60/1998. (Vor)
 21. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga. (Vor)
 22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995. (Haust)
 23. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007. (Haust)

Mennta- og menningarmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (hækkun skrásetningargjalda). (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna framlengingar samkomulags um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (lenging verndartíma hljóðrita). (Haust)
 4. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (endurskoðun höfundalaga). (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (einkareknir grunnskólar, kæruleiðir og valdmörk stjórnvalda). (Vor)
 7. Frumvarp til laga um tónlistarskóla. (Vor)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á framhaldsskólalögum (nemaleyfisnefndir, gjaldtaka fyrir rafræn námsgögn o.fl.). (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 87/2008 (endurskoðun laga). (Vor)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994 (áburðareftirlit, fóðureftirlit, þvingunarúrræði og viðurlög). Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995 (eftirlit, verkaskipting, gjaldskrárheimild). Endurflutt. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um vernd heita afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis og hefðbundinnar sérstöðu. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun (gildistími). (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004. (Haust/vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir (heimaslátrun). (Vor)
 10. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um veiðigjöld. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um uppboðsmarkaði sjávarafla. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um fiskeldi. (Haust)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði. (Haust)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2011, um skeldýrarækt. (Haust)
 18. Tillaga til þingsályktunar samkvæmt lögum nr. 106/1999, um Byggðastofnun. (Haust)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um byggingarvörur. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1996. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um niðurfellingu laga nr. 60/2013, um náttúruvernd. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um timbur og timburvörur. (Vor)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. (Vor)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006. (Vor)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðangi. (Vor)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007. (Vor)
 15. Frumvarp til laga um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða í íslenskri náttúru. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um sjálfbærniviðmið fyrir lífeldsneyti. (Vor)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012. (Vor)
 18. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun og náttúruminjaskrá. (Vor)
 19. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. (Vor)

Utanríkisráðherra:
 1. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína. (Haust)
 2. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og lýðveldisins Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og lýðveldisins Kólumbíu. (Haust)
 3. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Bosníu og Hersegóvínu. (Haust)
 4. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Mið-Ameríkuríkja. (Haust)
 5. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum vegna ársins 2013. (Haust)
 6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu. (Haust)
 7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn. (Haust)
 8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn. (Haust)
 9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. (Haust)
 10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. (Haust)
 11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. (Haust)
 12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn. (Haust)
 13. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn. (Haust)
 14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn. (Haust)
 15. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarbókunar við tölvubrotasamning Evrópuráðsins. (Haust)