144. löggjafarþing — 2. fundur,  10. september 2014.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, september 2014:

Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, skal fylgja eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlit fyrir 144. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvort ætlunin er að leggja mál fram að hausti eða vori. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp fyrirhugaðar tillögur til þingsályktana og helstu skýrslur sem ætlunin er að leggja fram. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna mun ríkisstjórnin jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.


Forsætisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um sérstök verndarsvæði í byggð. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. (Vor)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1944, um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. (Vor)
 5. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2013. (Haust)
 6. Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna. (Vor)
 7. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga. (Vor)

Forsætis- og dómsmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála (framlenging á frestun á embætti héraðssaksóknara). (Haust)
 2. Frumvarp til laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar (norræn og evrópsk handtökuskipun). (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings netöryggissveitar til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 16/2000, um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála, lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, lögum nr. 90/1989, um aðför, lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., og lögum nr. 15/1998, um dómstóla (einföldun réttarfars). (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu lögum nr. 15/1998, um dómstóla, lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála (millidómstig). (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum varðandi rannsókn og saksókn efnahagsbrota (lög um embætti sérstaks saksóknara og lög um meðferð sakamála). (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996 (menntun lögreglumanna). (Vor)

Félags- og húsnæðismálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1999, um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, og lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins. Endurflutt. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa (gjaldþrot vinnuveitanda). Endurflutt. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2010, um umboðsmann skuldara (upplýsingagjöf, dagsektir). Endurflutt. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um sameiningu þjónustustofnana fyrir fatlaða. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga (fjárhagsaðstoð, makatenging og virkniúrræði). (Haust)
 9. Frumvarp til laga um jafna meðferð karla og kvenna er varðar aðgang og afhendingu á vörum og þjónustu. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um húsnæðisbætur. (Haust)
 14. Frumvarp til laga um húsnæðismál. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um húsnæðissamvinnufélög. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994. (Vor)
 17. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. (Haust)
 18. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. (Haust)
 19. Tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu. (Vor)

Fjármála- og efnahagsráðherra:
 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015. (Haust)
 2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2014. (Haust)
 3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2013. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 (ýmsar breytingar) (bandormur). (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og lögum nr. 97/1987, um vörugjöld (kerfisbreyting) (bandormur). (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt (bandormur). (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, og lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, tollalögum, nr. 88/2005, o.fl. (bandormur). (Haust)
 11. Frumvarp til laga um opinber fjármál. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um brottfall laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, og breytingu á lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda og fasteignir ríkisins. (Vor)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006, um kjararáð, og fleiri lögum. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands (eiginfjárviðmið og arðgreiðslur). (Haust)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands (heildarendurskoðun laganna). (Haust)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (viðurlagaákvæði). (Haust)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarheimildir). (Haust)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (vikmörk eigna og skuldbindinga). (Haust)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (ársreikningar). (Vor)
 21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. (Vor)
 22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. (Haust)
 23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, o.fl. (Vor)
 24. Frumvarp til laga um ríkisaðstoð. (Vor)
 25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (CRD IV/CRR). (Haust)
 26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (útibú). (Vor)
 27. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði vegna endurskoðunar á viðurlagaákvæðum á sviði fjármálamarkaðar o.fl. (bandormur). (Haust)
 28. Frumvarp til laga um veðlán. (Vor)
 29. Frumvarp til laga um afleiðuviðskipti og skortsölu. (Vor)
 30. Frumvarp til laga um fagfjárfestasjóði. (Vor)
 31. Frumvarp til laga um slita- og skilameðferð fjármálafyrirtækja. (Vor)
 32. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar. (Vor)
 33. Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi (heildarlög). (Vor)
 34. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga. (Haust)
 35. Frumvarp til laga um úrskurðarnefndir. (Vor)
 36. Frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingar og brunatryggingar. (Haust)
 37. Frumvarp til laga um lánshæfismatsfyrirtæki (CRA I). (Haust)

Heilbrigðisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, og lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (flóttamenn). (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (auglýsingar). (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (lyfjagát). (Vor)
 7. Frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. (Vor)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (heilbrigðisþjónusta yfir landamæri). (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (eitt niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi). (Vor)
 10. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020. (Haust)
 11. Tillaga til þingsályktunar um geðheilbrigðisstefnu. (Vor)
 12. Skýrsla heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. (Vor)
 13. Skýrsla heilbrigðisráðherra um leiðir til að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstaklingum. (Vor)

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku. Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (jöfnunargjald). Endurflutt. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun (niðurlagning orkuráðs). Endurflutt. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Endurflutt. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (kerfisáætlun og innleiðing). (Haust)
 8. Frumvarp til laga um heimild til að staðfesta fjárfestingarsamning við United Silicon ehf. vegna kísilvers við Helguvík. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um heimild til að staðfesta fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna kísilvers við Helguvík. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum. Endurflutt. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja. Endurflutt. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, og lögum nr. 3/2006, um ársreikninga. Endurflutt. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um um sölu fasteigna og skipa. Endurflutt. (Haust)
 14. Frumvarp til laga um gjaldtöku í ferðaþjónustu. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um almannaheillasamtök. (Vor)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga. (Vor)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. (Vor)
 18. Frumvarp til laga um sölu ökutækja. (Vor)
 19. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun um jarðstrengi og loftlínur. (Haust)

Innanríkisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003. Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 141/2001, um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Endurflutt. (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/2005, um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir. Endurflutt. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007. (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987. (Haust)
 7. Frumvarp til laga um Rauða krossinn á Íslandi. (Haust)
 8. Frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni. (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi. (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/1991, um nauðungarsölu (sérstakur fyrningarfrestur eftirstæðra krafna við nauðungarsölu og réttarstaða leigjenda). (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/1991, um nauðungarsölu (frestun á nauðungarsölum). (Haust)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar (ýmsar breytingar). (Haust)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2005, um happdrætti, o.fl. (nethappdrætti og forvarnir). (Haust)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga (tímabundin breyting á álagningarstofni fasteignaskatts o.fl.). (Haust)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/1931, um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra. (Haust)
 17. Frumvarp til laga um póstþjónustu. (Haust)
 18. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi hugtakanotkun vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. (Haust)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 62/1994, um Mannréttindasáttmála Evrópu (fullgilding viðauka 15). (Vor)
 20. Frumvarp til laga um útlendinga. (Vor)
 21. Frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 71/1997 (fullgilding sáttmála Sameinuðu þjóðanna, breyting á ákvæðum varðandi nauðungarvistun, breyting á ákvæðum varðandi lögræði og sjálfræði). (Vor)
 22. Frumvarp til laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. (Vor)
 23. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar samgöngustofnana (gjaldskrárheimildir, EES-reglur). (Vor)
 24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 32/2004, um vatnsveitur sveitarfélaga (grundvöllur vatnsgjalds). (Vor)
 25. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings stjórnsýsluverkefna til embætta sýslumanna (bandormur). (Vor)
 26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/2004, um siglingavernd, og lögum nr. 60/1998, um loftferðir. (Vor)
 27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti. (Vor)
 28. Frumvarp til laga um breytingu á siglingalögum, nr. 34/1985. (Vor)
 29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. (Vor)
 30. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1962, um þjóðskrá og almannaskráningu. (Vor)
 31. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2015–2026. (Vor)
 32. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2015–2018. (Vor)
 33. Tillaga til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2015–2018. (Vor)
 34. Tillaga til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2015–2026. (Vor)

Mennta- og menningarmálaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 92/2008, um framhaldsskóla (rafræn námsgögn o.fl.). Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 (ESA: viðeigandi ráðstafanir). (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (höfundaréttargjald á stafræna geymslumiðla). (Haust)
 4. Frumvarp til laga um örnefni. Endurflutt. (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (tilskipun 2011/77/ESB um breytingu á tilskipun 2006/116/EB: lenging verndartíma hljóðrita). (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (tilskipun 2012/28/ESB: afnot munaðarlausra verka). (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/2008, um grunnskóla (kæruleiðir, valdmörk, einkarekstur). (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2008, um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda (endurskoðun). (Haust)
 9. Frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna (ný heildarlög). (Vor)
 10. Frumvarp til sviðslistalaga. Endurflutt. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um tónlistarskóla (fjárstuðningur ríkisins). (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (endurskoðun höfundalaga). (Haust)
 13. Frumvarp til laga um N-stofnun (brottfelling laga um Námsmatsstofnun, nr. 168/2000, og breyting laga um námsgögn, nr. 71/2007). (Haust)
 14. Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra um framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2008–2009, 2009–2010 og 2010–2012. (Haust)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
 1. Frumvarp til laga um kvótaþing. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og lögum nr. 74/2012, um veiðigjöld (samningaleið). (Haust)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, og lögum nr. 59/2006, um Veiðimálastofnun (sameining stofnana). (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (hlutdeildarsetning makríls). (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði (meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélaga). (Vor)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu, o.fl. (Vor)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar (vigtun og eftirlit). (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (vannýttar tegundir). (Vor)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands (hafnríkisaðgerðir). (Haust)
 10. Frumvarp til laga um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis og hefðbundinnar sérstöðu. Endurflutt. (Haust)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004. (Haust)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80/2005, um Matvælastofnun. (Haust)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (flutningur stjórnsýsluverkefna). (Haust)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra. (Haust)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 93/1995, um matvæli. (Haust)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
 1. Frumvarp til laga um byggingarvörur (heildarlög). Endurflutt. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum (viðaukar, tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu). (Haust)
 3. Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög). Endurflutt. (Haust)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (breyting bótaákvæða o.fl.). (Haust)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (fjölgun nefndarmanna, niðurlagning eldri nefndar). (Haust)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 103/2006, um landmælingar og grunnkortagerð (afmörkun á nákvæmni landupplýsinga). (Haust)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur (fullgilding Kartagena-bókunar, verkaskipting Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar). (Haust)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (niðurdæling koldíoxíðs í berg o.fl.). (Haust)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála (fyrirkomulag gjaldtöku). (Haust)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð (breyting á stjórnfyrirkomulagi og aðrar breytingar). (Haust)
 11. Frumvarp til laga um timbur og timburvörur (heildarlög). (Haust)
 12. Frumvarp til laga um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi (heildarlög). (Haust)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (hættumat eldgosa o.fl.). (Haust)
 14. Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög). (Vor)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir (hlutverk eftirlitsaðila, stjórnvaldssektir, umhverfisupplýsingar o.fl.). (Vor)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á efnalögum, nr. 61/2013 (færsla eftirlits með notkun hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði o.fl.). (Vor)
 17. Frumvarp til laga um skipulag hafs og stranda (heildarlög). (Vor)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs (innleiðingar Evrópugerða, stjórnvaldssektir o.fl.). (Vor)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd (almannaréttur og fleiri ákvæði). (Vor)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum, m.a. lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda (upptaka refsiákvæða vegna tiltekinna brota sem varða umhverfið). (Vor)
 21. Tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (Hvammsvirkjun). Endurflutt. (Haust)
 22. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun. (Haust)
 23. Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015–2026. (Vor)

Utanríkisráðherra:
 1. Frumvarp til laga um bann við klasasprengjum. (Haust)
 2. Frumvarp til laga um alþjóðleg öryggismál. (Vor)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. (Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir.)
 4. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2015–2018. (Haust)
 5. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. (Haust)
 6. Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu. (Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir.)
 7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2015. (Vor)
 8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015. (Vor)
 9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. (Haust)
 10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. (Haust)
 11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. (Haust)
 12. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings milli Evrópusambandsins og aðildarríkja þess og Íslands varðandi þátttöku Íslands í sameiginlegum efndum skuldbindinga Evrópusambandsins, aðildarríkja þess og Íslands á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. (Haust)
 13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu 15. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. (Vor)
 14. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál. (Vor)