131. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2004.

Túlkun fyrir heyrnarlausa.

[14:03]

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf):

Herra forseti. Afskaplega er ég ánægð með útkomuna úr þessari utandagskrárumræðu. Ég er varla farin að átta mig á yfirlýsingu ráðherra í dag eftir að hafa komið svo oft í þennan ræðustól í fyrirspurnum og utandagskrárumræðu um nákvæmlega þetta mál.

Öfugt við hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur ætla ég ekki að hæla ríkisstjórninni. Þessi sama ríkisstjórn hefur dregið lappirnar í áratug eða meira. En Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fær mörg prik hjá mér. Ég fagna innilega þessari niðurstöðu og gleðst með Félagi heyrnarlausra, yfir þeirri yfirlýsingu sem gefin var í dag. Ég tek yfirlýsingu ráðherrans þannig að réttaróvissu verði eytt, að þarfir fyrir táknmálsþjónustu verði skilgreindar og reglur settar sem una má við. Ég treysti því að við þingmenn þurfum hvorki að koma með fyrirspurnir né utandagskrárumræður um þetta mál á komandi árum. Þá er mikill ávinningur af þeim umræðum sem hafa átt sér stað.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þú ert maður dagsins. Takk fyrir þig í dag og til hamingju öll.