131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[11:45]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki með nákvæmar tölur um hvað telst vera áhættulán og hvað ekki en ég endurtek það sem ég sagði áðan, þau lán sem Byggðastofnun er með úti í dag eru að tiltölulega stórum hluta áhættulán þar sem um uppgreiðslu lána hefur verið að ræða að svo miklu leyti sem raun ber vitni. Þetta er bara staðreynd sem liggur fyrir og það þarf að horfa á málið út frá slíkum staðreyndum upp á framtíðarstörf stofnunarinnar.