131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Dagskrá fundarins.

[17:38]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil taka fram að hv. þingmaður var staddur hér í salnum þegar hæstv. ráðherra var að tala. (Gripið fram í: Nei, ...) Hv. þingmaður var staddur í salnum og ... Var hv. þingmaður að grípa fram í, hv. þm. Kristján L. Möller? (KLM: Ég var ekki í salnum.) Það hefur þá verið líkamningur hv. þingmanns.

Það er svo að hv. þingmaður hafði fullar heimildir og fulla möguleika til að óska eftir því að umræðu yrði frestað ef hann svo kaus, sem hann ekki gerði. Það er alkunna að farið er á milli dagskrármála og þarf forseti ekki að biðja leyfis til þess að stjórna fundi svo að þau mál sem á dagskrá eru séu tekin fyrir eins og hentugt þykir hverju sinni. Hefur svo verið meðan Alþingi hefur setið og þarf ekki um það að ræða.