131. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2004.

Textun.

20. mál
[16:04]

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Vegna þess sem fram kom í ræðu hv. þm. vil ég í andsvari við hann árétta afstöðu mína til málsins. Ég lét hana koma fram á síðasta þingi þegar málið var þá rætt. Ég fagna því að málið er endurflutt. Ég tel það nauðsynlegt og er tilbúinn að vinna að því að það fái brautargengi á Alþingi, hvort sem það verður nákvæmlega með þeim hætti sem þingmálið gerir ráð fyrir eða þingnefnd telur rétt að taka málið öðrum tökum eða í öðrum skrefum en gert er ráð fyrir. Það læt ég þingnefndinni eftir að athuga.

Það sem mestu máli skiptir er að koma þessum málum áleiðis frá því ástandi sem nú er sem er algjörlega óviðunandi.