131. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2004.

Fæðingar- og foreldraorlof.

22. mál
[16:32]

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vil nota tækifærið hér til að lýsa því yfir fyrir hönd Frjálslynda flokksins að við styðjum frumvarp þetta heils hugar. Við erum reyndar ekki með sem flutningsmenn á því en okkur þykir þetta sjálfsagt réttlætismál sem þurfi að leiðrétta.