131. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2004.

Einkaleyfi.

251. mál
[14:20]

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sannfærður um að þetta mál horfir mjög til heilla og bóta fyrir iðnaðinn í landinu. Þetta er samt ákaflega flókið mál og til þess að taka af allan vafa langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé ekki rétt skilið hjá mér að þetta frumvarp tryggi frekar og jafnvel auki rétt þeirra framleiðenda hér á landi sem eru að eða hyggjast framleiða samheitalyf. Þetta frekar bætir stöðu þeirra en hitt, ekki satt?