131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Afleiðingar verkfalls grunnskólakennara.

[15:25]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Herra forseti. Ég deili áhyggjum hv. þingmanns í sambandi við þetta mál og auðvitað gerum við það öll hér í salnum. Við skulum vona að leiðir finnist til að leysa málið.

Hæstv. menntamálaráðherra hefur rætt afleiðingar þessa verkfalls í ríkisstjórninni og það liggur fyrir að menntamálaráðuneytið er að fara yfir það með hvaða hætti verður hægt að vinna upp þá töf sem hefur orðið á námi. Við skulum vona að sú töf verði ekki meiri en orðið er. Að því máli er unnið á vegum menntamálaráðuneytisins í samvinnu við fræðsluyfirvöld hjá sveitarfélögunum og skólana í landinu. Menntamálaráðherra hefur upplýst ríkisstjórnina um það.