131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Afsláttur af raforkuverði.

[15:36]

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins árétta þetta og segja að ég óttast að svigrúmið sem hæstv. iðnaðarráðherra talar um í þessum fjárlagalið sé ekki nægjanlegt til að mæta þessum hækkunum og líka spilar inn í fjölgun þeirra sem munu fá niðurgreiðslu eftir breytingar sem gerðar voru á lögunum, ýmsar kærur og fleira sem ég hef ekki tíma til að rekja hér nú.

Aðalatriðið er að hæstv. ráðherra nefnir að brugðist verði við þessu. Má ég þá, virðulegi forseti, spyrjast fyrir um hvort brugðist verði við þessum vanda, bæði hjá fiskeldisstöðvunum og garðyrkjubændum, áður en lögin taka gildi, áður en 1. janúar rennur upp?