131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Græðarar.

246. mál
[16:14]

Ásta Möller (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara stutt athugasemd. Það var leitað til ýmissa aðila við vinnslu frumvarpsins en það var samt sem áður einn aðili sem hafði séð frumvarpið á fyrri stigum í umsögnum og kom á óvart hvað það hafði breyst mikið frá því að hann hafði fengið það til umsagnar og þangað til endanlega útgáfan kom. Ég held því að það sé ástæða til að leita sérstaklega til þessara aðila til að sjónarmið þeirra komi þá fram um hvað betur mætti fara.