131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[12:19]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Framhaldsskólakennarar hljóta að vera einn þeirra hópa sem gerðardómur mun taka mið af í störfum sínum. En ég vek enn fremur athygli hv. þingmanns á niðurlagi þeirrar málsgreinar 3. gr. sem hér er fjallað um. Þar er talað um vinnutíma og ábyrgð en jafnframt um að gæta að því að stöðugleika efnahagsmála og forsendum annarra kjarasamninga sé ekki raskað. (Gripið fram í: Já, já, nei, nei.)