131. löggjafarþing — 36. fundur,  23. nóv. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[20:28]

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal endurtaka svar mitt síðan áðan, verið er að endurskoða fyrirkomulag virðisaukaskatts í meðförum ríkisstjórnarinnar. Það sagði hæstv. forsætisráðherra áðan og það hefur hæstv. fjármálaráðherra sagt oftsinnis í dag.

Ég held að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi spurt að því a.m.k. tíu sinnum í dag af hverju Framsóknarflokkurinn sé á móti lækkun á matarskattinum. Ég hef nú svarað í tvígang og held að hv. þingmaður hlusti ekki nógu vel á svör mín. Verið er að endurskoða þessa hluti en að sjálfsögðu þurfum við að hafa svigrúm til skattalækkana. Ég vona að hv. þingmenn séu okkur sammála um það.

Sú runa sem ég fór með áðan um lækkun skatta sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar og vill svo ekki kannast við nema að litlum hluta í dag gefur ekki þá mynd að um mjög ábyrgt stjórnmálaafl sé að ræða.