131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[10:53]

Gunnar Birgisson (S):

Virðulegi forseti. Hér liggur fyrir tillaga um að auka fjölda fólks á lista um heiðurslaun listamanna um tvo og hækkunin verði 3,2 millj. kr.

Hér er verið að greiða atkvæði um glæsileg fjárlög, fjárlög með 10 milljarða kr. afgangi meðan Evrópuþjóðirnar í kringum okkur afgreiða með 1–4% halla af (Gripið fram í.) landsframleiðslu sem mundi þýða 10 og upp í 30 eða 40 milljarða kr. halla hér. En hér er efnahagsstjórnin mjög styrk og hér er líka verið að greiða atkvæði um skattalækkanir í framtíðinni meðan (Gripið fram í.) stjórnarandstaðan greiðir atkvæði á móti þeim.