131. löggjafarþing — 65. fundur,  2. feb. 2005.

Sala ríkiseigna.

412. mál
[12:26]

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það kom fram að það væri farið eftir reglum — stundum, ekki alltaf, en stundum. Þá er rétt að huga að því, vegna þess að þetta snýst um meðferð á opinberum fjármunum, hvort það sé farið eftir einhverjum reglum þegar ríkisfyrirtæki sem er búið að hlutafélagavæða fara í ríkisvæðingu, eins og t.d. þegar Skjár einn var ríkisvæddur. Það væri fróðlegt að vita hvort einhverjar reglur væru í smíðum hjá fjármálaráðuneytinu varðandi það vegna þess að hér er um að ræða gríðarmikla fjármuni, opinbera fjármuni í eigu almennings, sem verið er að festa. Í rauninni ættu reglurnar að vera gagnsæjar svo að þær væru hafnar yfir allan vafa.