131. löggjafarþing — 65. fundur,  2. feb. 2005.

Komur á heilsugæslustöðvar o.fl.

253. mál
[14:15]

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við þurfum aðeins að fá að átta okkur betur á þessum tölum sem hæstv. ráðherra las hér upp. Það er þó ljóst að hvað varðar þjónustu heilsugæslunnar er hún sprungin á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að efla hana, sérstaklega með tilliti til þess hvað það eru margir sem verða að leita eftir þjónustu eftir dagvinnutíma. Það er hægt að gera það bæði með eflingu og eins með því að setja á vaktir.

Ég vil líka benda í þessu tilliti á heilbrigðisþjónustuna norður á Akureyri þar sem er mjög öflugt fjórðungssjúkrahús, öflug heilsugæsla og heimilisþjónusta. Í heildina kemur þessi samstæða þjónusta á því svæði langbest út ef við tökum sérhæfðu þjónustuna, heilsugæsluna og heimahjúkrun.