131. löggjafarþing — 74. fundur,  15. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[15:41]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Loksins kom hv. þingmaður með einhverjar spurningar af viti. En svona rétt til að leiðrétta hv. þingmann, sem þarf nú oft að gera, þá voru það ekki eingöngu spurningar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sem verið var að svara, það voru spurningar allra nefndarmanna. Það er ekki bara minni hlutinn sem situr þarna.

Það stendur hér, hv. þingmaður, í nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar í lokaorðum sem ég las áðan að meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Búið er að fara í gegnum þessar spurningar og svör við þeim í nefndarálitinu og það sem meiri hlutinn telur. Ég bið hana bara endilega að lesa þetta í þaula áður en hún kemur og spyr hér næst.