131. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2005.

Kjarasamningar opinberra starfsmanna.

51. mál
[13:06]

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var einföld spurning þótt hv. þingmaður sé ekki einfaldur maður. Ég get svarað henni með einföldum hætti, Svarið er: Já, ég er fylgjandi félagafrelsi.

Ég tek það skýrt fram að ákvæðið sem við erum að ræða og hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur lagt til að verði numið brott stangast ekki á við ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Er það mín niðurstaða? Nei. Það er niðurstaða Félagsdóms frá árinu 1998, úrskurður sem liggur þar fyrir. Ég tek hann alveg fullkomlega gildan.

Ég er þeirrar skoðunar að það ríki félagafrelsi í landinu og sú tiltekna kvöð, sem við erum sennilega sammála um að mætti kalla þetta enda fylgja henni mikilvæg réttindi, stangist ekki á við það.