131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[17:59]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú gaman að vita skoðun þingmannsins. Er hv. þingmaður að segja að hún sé í raun og veru fylgjandi þessari sameiningu og að hún sé bara að biðja nemendurna og kennarana afsökunar á afstöðu sinni?

Ég vil mótmæla einu. Þessir nemendur, 2.500 nemendur, bíða. Háskólinn nýi getur ekki auglýst og ekki gert neitt. Hvernig eiga menn að geta rekið stofnun með þetta svona bíðandi? Hvernig á ég að … (Gripið fram í.) Góð spurning. (Gripið fram í.) Tiltölulega góð spurning. (Gripið fram í.)

Síðan vil ég segja við hv. þingmann að mikið aukið fé hefur verið sett til tæknináms á Íslandi, m.a. með stofnun Tækniháskóla Íslands. Það fór í gegnum þessa ágætu nefnd sem ég þekki ágætlega og hefur verið gert með mjög myndarlegum hætti. Rekstur þess skóla hefur sífellt farið batnandi og gæði námsins sömuleiðis. Þetta var náttúrlega allt annað hérna í frumbernsku þessa skóla.