131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

4. fsp.

[15:31]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Nýlega auglýstu sparisjóðirnir lánveitingar í samstarfi við Íbúðalánasjóð með 4,15% vöxtum, allt að 40 ára lánstíma og 25 millj. kr. hámarki. Fyrirspurn mín til hæstv. félagsmálaráðherra er þessi: Hvernig er þessum samningum milli Íbúðalánasjóðs og sparisjóðanna háttað? Koma aðrar lánastofnanir inn í þá? Getur verið að Íbúðalánasjóður kaupi lánveitingar sem lánaðar eru á 2. veðrétti, þ.e. það sem er umfram hámark Íbúðalánasjóðs á 1. veðrétti þannig að hámarkið sé í raun komið upp í 25 millj. kr.?