131. löggjafarþing — 99. fundur,  30. mars 2005.

Athugasemd.

[13:43]

utanríkisráðherra (Davíð Oddsson) (S):

Herra forseti. Það gengur mjög á þær fyrirspurnir sem hafa af ýmsum ástæðum hlaðist upp hjá mér. Ég hygg að þetta sé sú eina sem eftir er og henni verður svarað fljótlega.

Hins vegar þóttu mér það mikil tíðindi þegar hér kom þingmaður og lýsti því yfir að forseti væri boðaður á teppið hjá formanni Frjálslynda flokksins vegna framgöngu hans. Ég hef hvergi í veröldinni séð þetta áður. Ég vona að þetta hafi verið tekið upp á mynd, þetta var svo athyglisvert og skemmtilegt. En forseti sýndi þingmanni þá kurteisi að svara ekki þeirri vitleysu sem þar var á ferðinni.