131. löggjafarþing — 101. fundur,  1. apr. 2005.

Um fundarstjórn.

[11:06]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill að gefnu tilefni árétta það sem hann sagði áðan að það er fullur vilji forseta til að finna þessari umræðu það svigrúm sem hún gefur tilefni til, og henni stund og stað hér í dagskrá þingsins, þ.e. utan hinnar hefðbundnu dagskrár, eins og fundarhöld forseta með formönnum þingflokka hafa gefið til kynna bæði í morgun og nú strax eftir hádegi.