131. löggjafarþing — 103. fundur,  5. apr. 2005.

Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

723. mál
[14:57]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta eru auðvitað mikilvægar ábendingar sem hv. þm. Ísólfur Gylfi Pálmason kom fram með, en ég vek aftur athygli á því að þetta litla frumvarp lýtur eingöngu að tilteknu efnisatriði um að sveitarfélögin sitji við sama borð þegar kemur að því að þau geti notið styrkja, hvort sem er um einkaframkvæmd að ræða eða framkvæmd sem sveitarfélögin kjósa að annast sjálf.