131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:43]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Vissulega er nauðsynlegt að standa skynsamlega að skipulagsmálum borgarinnar. Það er hins vegar í höndum borgaryfirvalda sem tóku ákvörðun um að völlurinn yrði áfram. Það er staðreynd sem ekki verður hægt að víkjast undan.

Að öðru leyti vildi ég koma því á framfæri að það er mat allra sem vinna að samgöngumálum að það sé mjög mikilvægt að koma upp svokallaðri samgöngumiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Það þekkist hvergi á byggðu bóli að ekki sé samgöngumiðstöð í höfuðborginni. Það er það sem verið er að gera til að auðvelda samgöngur á landi og í tengslum við flugvöllinn. Þess vegna tel ég afar mikilvægt að samgöngumiðstöðin rísi. Það sama á við um hana, það er fullt samkomulag um það við borgaryfirvöld að það verði gert.