131. löggjafarþing — 119. fundur,  29. apr. 2005.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:37]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er fróðlegt að kynnast framlagi Sjálfstæðisflokksins til þessarar umræðu um utanríkismál, því málefnalega framlagi. Ég vil upplýsa hv. þingmann um að ég ber mikla virðingu fyrir Írökum og fólki almennt í heiminum. En ég ber litla virðingu fyrir þeim sem réðust á Írak í skjóli lyga sem nú hafa verið upplýstar. Menn lugu því til að gereyðingarvopn væru í landinu og þegar þau reyndust síðan ekki vera fyrir hendi þá breyttu menn forsendum innrásarinnar. Þetta hefur verið rakið stig af stigi. Það er gagnvart því fólki sem ég ber afskaplega takmarkaða virðingu en ég ætla þó að virða hv. þingmann með því að koma nánar inn á þetta efni (Forseti hringir.) í síðari ræðu minni í dag.