131. löggjafarþing — 125. fundur,  7. maí 2005.

Afgreiðsla mála fyrir þinghlé.

[10:33]

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þær óskir sem hér hafa komið fram frá hv. þm. Ögmundi Jónassyni um að við fáum skýr svör um það hversu lengi sé áætlað að halda áfram í dag, um hversu lengi fundirnir eigi að standa.

Það er rétt eins og kom fram hjá honum að ekki var gert ráð fyrir þessum fundi á starfsáætlun þingsins og við þingflokksformenn höfum ítrekað óskað eftir því á fundum með hæstv. forseta að fá skýr svör um hvernig áætlað sé að skipuleggja störfin fram að þinglokum sem áætluð eru 11. mál. Fjöldi mála er enn óafgreiddur og fjöldi mála er illa unninn og ekki einu sinni undir það búinn að fara í afgreiðslu, eins og hér kom fram.

Hæstv. forseti. Það væri gott að fá skýr svör um það hversu lengi sé áætlað að vera með fundarhöld hér í dag.