131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[11:44]

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það sem hér er að gerast er að forseti hefur með þingtæknilegum krókum reynt að kveða niður þá aðgerð sem hv. þm. Gunnar Birgisson stendur fyrir til þess loksins að reyna að rétta hlut höfuðborgarsvæðisins, mikilvægasta svæðis á landinu í samgöngumálum. Ég verð að hryggja forseta og þá sem með honum standa í þessu að til lengdar munu þessar þingtæknilegu lagakrókaaðferðir ekki duga. Það er fylgst með okkur í dag, hvað menn gera í þessum málum, hvort menn ætla að halda í horfna tíma, veröld sem var í samgöngumálum eða líta til framtíðarinnar og efla samgöngur og mannlíf á því svæði sem skiptir Ísland mestu á 21. öld. Ég sit hjá í atkvæðagreiðslu um þessa tillögu meiri hluta samgöngunefndar.