132. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:33]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það hljóta náttúrlega að vera alveg skelfilegir stjórnmálamenn sem hafa staðið þannig að málum hér undanfarin ár að atvinnuleysisspá þjóðhagsbúskaparins er 1,8%. Þetta hlýtur að vera alveg skelfilegt ástand, hv. þingmaður.