132. löggjafarþing — 5. fundur,  10. okt. 2005.

Varamenn taka þingsæti.

[15:00]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa þrjú bréf um forföll þingmanna. Hið fyrsta er frá 9. þm. Suðurk., Magnúsi Þór Hafsteinssyni, dags. 6. október 2005, og hljóðar svo:

„Hér með óskar undirritaður tímabundins leyfis frá þingstörfum vegna setu á þingi Sameinuðu þjóðanna með vísan til 53. gr. þingskapa og að 1. varaþm. minn í Suðurk., Grétar Mar Jónsson, taki sæti á Alþingi frá og með 10. október í tvær vikur.“

Annað bréf er frá 9. þm. Norðaust., Birki J. Jónssyni, dags. 7. október 2005, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í erindum Alþingis og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðaust., Þórarinn E. Sveinsson forstöðumaður, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Þriðja bréfið er frá 1. þm. Suðurk., Margréti Frímannsdóttur, dags. 7. október 2005, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í erindum Alþingis og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðurk., Brynja Magnúsdóttir sjúkraliði, Keflavík, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Grétar Mar Jónsson, Þórarinn E. Sveinsson og Brynja Magnúsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.