132. löggjafarþing — 5. fundur,  10. okt. 2005.

Aðgangur að gögnum einkavæðingarnefndar.

[15:42]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Hv. þingmaður talar um pólitískan geðþótta. Það er væntanlega orðið sem hann notar yfir pólitískar ákvarðanir. Til þess eru stjórnmálamenn kjörnir að taka ákvarðanir á grundvelli þeirra upplýsinga sem þeir hafa í höndum, þar á meðal frá ráðgjöfum. Það má gjarnan kalla það pólitískan geðþótta. En dæmi um slíka ákvörðun er t.d. að ráðgjafarfyrirtækið Morgan Stanley taldi eðlilegt að ekki yrði farið út í að gera kröfu um dreifingu á eignaraðild að því er varðar Símann. Niðurstaðan varð hins vegar sú að gera það. Hv. þingmaður getur haldið því fram að það hafi verið einhver pólitískur geðþótti. En mér leikur forvitni á að vita hvort hann er því sammála eða ekki. Þetta liggur fyrir, hv. þingmaður.