132. löggjafarþing — 5. fundur,  10. okt. 2005.

Lækkun matarskatts.

[15:54]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Ef það að reyna að svara spurningum hv. þingmanns á hreinskilinn hátt er einhver hótfyndni þá er það hennar mat en ekki mitt. Það er auðvitað ekki hv. þm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem setur þær áætlanir sem ríkisstjórnin vinnur eftir. Það er þegar búið að lögfesta gríðarmiklar skattalækkanir. Það er þegar verið að vinna í því hvernig nálgast eigi virðisaukaskatt á matvæli. Ég hef sagt að það er talsverður tími eftir fram að næstu kosningum og við höfum góðan tíma til að vinna það og eins og ég segi væri það hvorki í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar né það sem ég heyri frá Samfylkingunni að þetta ætti að gerast á næsta ári miðað við að ekki verði dregið úr lækkun á tekjuskatti og það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar.

Að setja málið fram og reyna að útskýra það á þennan hátt er ekki hótfyndni, frú forseti.