132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[14:42]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta eru út af fyrir sig athyglisverðar upplýsingar. Auðvitað ber okkur að fara að lögum um fjárreiður ríkisins. Það vill þannig til að á sinni tíð sat ég í sérnefndum um þau mál þannig að ég kann þau lög mætavel. En þar sem hv. þingmaður tilkynnti að hann ætlaði að fjalla frekar um þetta efni í ræðu sinni þá bíð ég spenntur eftir því að heyra ræðu hans.