132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[16:05]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. formaður fjárlaganefndar minntist á Landbúnaðarháskóla Íslands sem var sameinaður á síðasta ári og gengur núna inn á fyrsta ár sem slíkur, var sameinaður úr þremur stofnunum en er sendur af stað með gríðarlegan halla. Ég tek alveg undir að á því á að taka.

Síminn skilaði líka arði til ríkissjóðs, reglulegum arði, og meira að segja á þessu ári 6–7 milljörðum kr. Sá arður kemur ekki aftur inn í ríkissjóð eftir að búið er að selja Símann. Það er nú svo með slíkar eignir að söluandvirðið kemur bara einu sinni. Við hefðum átt að eiga þessa góðu mjólkurkú eins og við höfum áður talið, Símann, til að beita öflugu tæknikerfi hans til að styrkja (Forseti hringir.) fjarskipti úti um landið og síðan að fá (Forseti hringir.) arð inn í ríkissjóð, frú forseti. Það væri miklu öruggara til framtíðar.