132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[17:32]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég var alla vega ekki búinn að sjá þessa peninga áður en ég fór. Eins og kom fram í orðum mínum á þetta uppgjör u.þ.b. að vera að ganga í garð. Það getur vel verið að það sé, ég man bara ekki dagsetninguna sem það átti að vera frágengið.

Það breytir ekki því sem ég sagði áðan að þessir peningar renna ekki beint til Hafrannsóknastofnunar eins og lögin gerðu ráð fyrir upphaflega vegna breytinga sem gerðar voru á síðasta þingi. Hvað verður þá gert við þessa peninga? Þeir verða til ráðstöfunar í verkefnasjóðnum fyrir hæstv. sjávarútvegsráðherra og við verðum bara að sjá hvað úr þeim verður í höndunum á honum.