132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Málefni aldraðra.

174. mál
[18:00]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst að hv. þm. Pétur Blöndal sé haldinn dálítilli kórvillu. Hann fullyrti áðan að einfalt kerfi, skattkerfi í þessu tilviki, væri alltaf réttlátara, að einfalt skattkerfi væri alltaf réttlátara.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji að niðurfelling hátekjuskattsins hafi aukið réttlæti hér á landi og við það að sleppa hátekjuskattinum hafi réttlæti skattborgaranna aukist og tekjudreifingin jafnast. Eða hvort stefna ríkisstjórnarinnar um 1% flata skattalækkun í gegnum tekjuskatt auki réttlæti í tekjudreifingunni. Hvort tveggja vinnur algjörlega öfugt, það eykur misrétti. Það er alveg hörmulegt að hlusta á það að þingmaðurinn sé haldinn þessari kórvillu.