132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Afkomutrygging aldraðra og öryrkja.

4. mál
[11:13]
Hlusta

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég trúi ekki að það hafi verið meining neins, ekki verkalýðshreyfingarinnar eða annarra, þó að skammarlega lág laun í landinu, þ.e. lágmarkslaunin hafi hækkað lítillega, að það hafi átt að verða til þess að draga niður lífeyrisgreiðslur.

En ég hef bara eina spurningu fram að færa til hv. þingmanns: Mun hann styðja þá ályktun sem fram er borin á landsfundi sjálfstæðismanna sem felur í sér að allir sem náð hafa eftirlaunaaldri njóti lífeyris og tengdra bóta almannatrygginga án tillits til greiðslna úr lífeyrissjóðum?