132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Afkomutrygging aldraðra og öryrkja.

4. mál
[12:34]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kem eiginlega bara upp í andsvari í annað sinn til að þakka skýr og góð svör. Ég heyri að við hv. þm. Jón Gunnarsson erum mjög sammála um forsendur þess sem við erum að tala um sem virðist ólíkt og hjá þeim sem tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast líta svo á að eldri borgarar hafi það bara fjandi gott, svona heilt yfir. Ég fagna þessari umræðu og vonast til þess að hún leiði það í ljós sem er satt og rétt í þessum málum, að það hefur verið gengið á rétt eldri borgara á undanförnum 10 árum í tíð núverandi ríkisstjórnar.