132. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2005.

Aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika.

5. mál
[16:22]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er að heyra á hv. þingmanni að hann geri kröfu um að Seðlabankinn lækki vexti sína til að gengi íslensku krónunnar lækki. Seðlabankinn hefur ekki þessa háu vexti að þarflausu, hann er að halda aftur af verðbólgunni í landinu. Mig langar að spyrja hv. varaformann fjárlaganefndar hvort hann sé að boða það að Seðlabankinn eigi að falla frá verðbólgumarkmiðum sínum og að við eigum einfaldlega að sætta okkur við verðbólgu í einhvern ákveðinn tíma.