132. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2005.

Skipun ráðuneytisstjóra og annarra embættismanna Stjórnarráðsins.

10. mál
[15:37]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Við ræðum hér tillögu til þingsályktunar um skipun ráðuneytisstjóra og annarra embættismanna Stjórnarráðsins. Mig langar í framhaldi af orðum hv. þingmanns að spyrja hann vegna þeirra ummæla sem hann hafði uppi áðan: Er það virkilega mat þingmannsins að í Hæstarétti Íslands sitji menn sem hafa verið skipaðir þar sem hæstaréttardómarar en séu vanhæfir? Er þingmaðurinn að segja okkur að dómar Hæstaréttar séu ekki neins virði og að Hæstiréttur Íslands sé vanhæfur að taka á þeim málum sem honum ber lögum samkvæmt?

Ég vara við því að þingmenn séu að grafa undan trúverðugleika Hæstaréttar.