132. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2005.

Göngubrú yfir Ölfusá.

38. mál
[12:44]
Hlusta

Flm. (Kjartan Ólafsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Til að svara hv. þm. Björgvini Sigurðssyni vil ég segja það að ég tel að þessi framkvæmd, fari hún í gang, muni á engan hátt tefja fyrir öðru. Þetta eru algerlega aðskilin verkefni, göngubrú yfir Ölfusá og ný brú við Laugardæli. Jafnvel þó svo að Laugardælabrúin kæmi fyrr en við höfum kannski haldið þá leysir hún heldur ekki af öryggisþátt og umferð gangandi fólks yfir Ölfusá. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin og eiga ekki að tefja neitt fyrir hvort öðru.

Frú forseti. Ég endurtek það að þó svo að brúin yfir Ölfusá við Laugardæli komi þá hjálpar hún ekki gangandi umferð á núverandi stað.

(Forseti (JóhS): Forseti vill að gefnu tilefni taka fram að ræðumenn sem beðið hafa um orðið eiga ekki að fara í stólinn fyrr en forseti hefur lokið því að kynna viðkomandi ræðumann.)