132. löggjafarþing — 16. fundur,  7. nóv. 2005.

Póst- og fjarskiptastofnun.

267. mál
[16:27]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér gleymist í máli hv. þingmanns að það eru undantekningartilvik að málum sé skotið til úrskurðarnefndar eða ráðuneyta. Venjan er sú að Póst- og fjarskiptastofnun lýkur málum með sinni niðurstöðu. Það er fyrst og fremst og einungis þegar um það er að ræða að ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar eru kærðar sem kemur til úrskurðar, en síðan er dómstólaleiðin að sjálfsögðu fær. Ég tel því að fullkomlega eðlilega sé að verki staðið með þessum breytingum. Eins og ég sagði eru það í langflestum tilvikum ráðuneytin sem verða að úrskurða og er ætlað að úrskurða sem æðsti partur stjórnsýslunnar um ákvarðanir stofnana. Það er hinn eðlilegi gangur.